U3 Orkunotkun

Samstæða OR vinnur endurnýjanlega orku, rafmagn og heitt vatn, úr jarðvarma og vatnsafli og notar sjálf tæplega 10% af framleiddu rafmagni og tæplega 1% af framleiddu heitu vatni.

Jarðefnaeldsneyti, einkum díselolía, og metan eru nýtt í tengslum við framkvæmdir og rekstur samstæðu OR. Þar sem allt eldsneyti er keypt af þriðja aðila er um óbeina orkunotkun að ræða.

Hlutfall beinnar orkunotkunar (rafmagn og heitt vatn) samstæðu OR er 99,9% og óbeinnar orkunotkunar (jarðefnaeldsneyti og metan) 0,1%.

Andakílsárvirkjun

Andakílsárvirkjun í Borgarfirði var tekin í notkun árið 1947 og var á meðal þeirra eigna sem Akraneskaupstaður lagði inn í OR árið 2001. Virkjunin er nú í umsjá Orku náttúrunnar, dótturfélags OR.

Myndir: Ljósm.safn OR