F1 Launahlutfall forstjóra

Stjórn OR ræður forstjóra fyrirtækisins, semur starfslýsingu hans og ákveður starfskjör. Stjórn tekur mið af ákvæði eigendastefnu OR að laun stjórnenda skulu standast samanburð við sambærileg störf, þó að teknu tilliti til þess að fyrirtækið er í eigu opinberra aðila. Starfskjaranefnd OR endurskoðar laun forstjóra árlega með tilliti til markmiða og mælikvarða fyrirtækisins.

Launahlutfall forstjóra er reiknað sem heildarlaunagreiðslur forstjóra deilt með miðgildi launa fastráðinna starfsmanna innan samstæðunnar. Þetta hlutfall hefur lækkað tvö síðustu ár. Snemma árs 2019 lét forstjóri OR af stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR. Á árinu 2020 voru laun forstjóra óbreytt frá fyrra ári en laun starfsfólks hækkuðu almennt í samræmi við kjarasamninga. Því lækkaði hlutfallið frekar á árinu.

Fjárhæðir launa stjórna innan samstæðunnar, forstjóra móðurfyrirtækis og framkvæmdastjóra dótturfélaga eru birtar opinberlega í skýringum með ársreikningi samstæðu OR.

Launahlutfall forstjóra

Þjónustubíll

Eldri bíllinn er Volvo Amazon af árgerð 1964 og var notaður í um áratug af Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Sá nýrri er Nissan Leaf rafbíll og er notaður til ýmissa snúninga af starfsfólki samstæðunnar, meðal annars af álesurum og við verkeftirlit.

Myndir: Ljósm.safn OR