Efnanotkun

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Heilsa og vellíðan Líf í vatni

Helstu varasömu efnin í notkun hjá samstæðu OR eru asbest, grunnefni sem nýtt er í einangrunarfrauð, klór, sýrur og basar, suðugas og jarðhitagös, olíur og leysiefni. Árið 2020 var töluvert notað af skaðlegum efnum líkt og undanfarin ár.

Árið 2020 var gert átak í að fækka varasömum efnum og tókst að fækka þeim úr um 900 í rúmlega 200. Ennfremur var ráðist í umbætur vegna geymslu þeirra, flokkun og förgun ásamt því að auka vitund starfsfólks á mikilvægi þessa málaflokks með fræðsluefni. Í myndbandinu að neðan um varasöm efni er farið yfir innkaup, meðhöndlun, geymslu og förgun þeirra.