Um mitt ár 2018 gengu í gildi ný lög um meðferð persónuupplýsinga. OR og dótturfyrirtækin eiga í viðskiptum og öðrum samskiptum við mjög margt fólk og því áríðandi að verklag fyrirtækjanna væri í fullu samræmi við auknar kröfur um vörslu og meðferð upplýsinga sem fyrirtækið þarf að hafa vegna þessara samskipta. Undirbúningur að innleiðingu löggjafarinnar í starfsemi OR hófst á árinu 2016. Á árinu 2018 lauk innleiðingarferlinu með samþykkt persónuverndarstefnu í fyrirtækjunum innan samstæðunnar. Áður hafði farið fram víðtæk endurskoðun á verklagi og námskeiðshald fyrir nánast allt starfsfólk samstæðunnar.
Frá því ný lög gengu í gildi hefur enginn úrskurður í persónuverndarmáli fallið fyirtækjunum í OR-samstæðunni í óhag. Ein kvörtun frá árinu 2020 er til meðferðar hjá Persónuvernd.
Álitamál kom upp á árinu 2020 þar sem ákveðið var að nýta ekki netfangasafn Veitna til að hafa samband við íbúa í Árbæjarhverfi vegna áforma OR um að tæma þar inntakslón.