Árið í hnotskurn

Árið 2020 var viðburðaríkt og lærdómsríkt í fjölbreyttum rekstri OR og dótturfyrirtækjanna. Hér er stiklað á helstu viðburðum.

1. janúar 2020

Carbfix tekur formlega til starfa sem dótturfélag OR

Á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur nú í mánuðinum var staðfest sú ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að stofna opinbert hlutafélag um kolefnisbindingaraðferðina CarbFix, sem nýtt hefur verið við Hellisheiðarvirkjun með góðum árangri síðustu ár. Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, sem verið hefur verkefnisstjóri CarbFix um árabil, stýrir nýja félaginu.

22. janúar 2020

Lítið af örplasti í neysluvatni

Afar lítið örplast finnst í neysluvatni frá vatnsveitum Veitna þrátt fyrir að vitað sé að örplast er að finna í töluverðu magni í umhverfinu. Það sýnir ný óháð rannsókn gerð af ReSource International ehf. (RI) sem staðið hefur yfir sl. ár.

24. janúar 2020

Viðskiptavinir ON skora hæst í ánægjukönnun

Af viðskiptavinum raforkusala á Íslandi eru þau sem kaupa af Orku náttúrunnar ánægðust. Þetta eru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2019, sem voru kynntar af Stjórnvísi í dag. Þetta er í annað sinn sem ON kemur best út úr þessari mælingu á ánægju viðskiptavina.

30. janúar 2020

OR aðili að Nasdaq Sustainable Bond Network

Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið veitt aðild að hinu alþjóðlega Nasdaq Sustainable Bond Network (NSBN), sem er sameiginlegur vettvangur útgefenda grænna og samfélagslega ábyrgra skuldabréfa á Nasdaq verðbréfamörkuðunum víða um heim. OR er fyrst íslenskra útgefenda til að fá slíka aðild.

3. febrúar 2020

Dagleg notkun á neysluvatni um 140 lítrar

Í nýútkominni skýrslu, Heimilisnotkun á neysluvatni, kemur í ljós að dagleg notkun á neysluvatni í nýlegum íbúðahverfum á höfuðborgarsvæðinu sé að jafnaði nálægt 140 L á hvern íbúa. Þrátt fyrir að hvati til vatnssparnaðar hérlendis hafi ekki verið eins mikill og í mörgum meginlöndum Evrópu, þá sýna mælingar engu að síður að neysluvatnsnotkun íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum áratugum verið nokkuð nálægt því sem lægst var í Evrópu árið 2004.

5. febrúar 2020

OR hlýtur Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020

Orkuveita Reykjavíkur hlýtur Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020 fyrir hnitmiðaða og markvissa vinnu í fræðslumálum starfsfólks OR og dótturfyrirtækjanna – Veitna, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og CarbFix. Bjarni Bjarnason forstjóri OR og Ásdís Eir Símonardóttir tóku við verðlaununum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands.

26. febrúar 2020

Auglýst eftir stjórnarfólki hjá ON og Carbfix

Auglýst hefur verið eftir fólki í stjórnir tveggja dótturfélaga OR, Orku náttúrunnar og Carbfix. Er þetta í fyrsta skipti sem OR samstæðan auglýsir eftir fólki í stjórnarsæti en sífellt algengara er að sjá fyrirtæki og stofnanir fara þessa leið.

13. mars 2020

Greta Thunberg forvitnast um Carbfix

Greta Thunberg, ungi aðgerðasinninn sem tilnefnd hefur verið til Nóbelsverðlauna, heimsótti loftsuguver Climeworks utan við Zürich í vikunni. Þar er koltvíoxíð skilið frá andrúmslofti en Climeworks er einn samstfsaðilanna í Carbfix2 verkefninu við Hellisheiðarvirkjun. Þar er CO2 fangað úr andrúmsloftinu og því svo steinrennt í berglögum við virkjunina.

20. mars 2020

Netumferð stóreykst

Áhrifa Covid-19 veirunnar gætir víða en samhliða verulegri aukningu í fjarvinnu fólks sem og samdrætti í umferð bíla og gangandi fólks hefur netumferð stóraukist. Hjá Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) hefur flutningur gagnamagns aukist um 40% hjá Ljósleiðara GR að undanförnu með tilheyrandi álagi á kerfið.

1. apríl 2020

Rafmagnsvinnslu í Elliðaárstöð lokið að sinni

Hugmyndir Orkuveitu Reykjavíkur um raforkuvinnslu í Elliðaánum með nýrri lítilli rafstöð hafa verið settar til hliðar, að svo stöddu að minnsta kosti. Könnun á möguleikanum leiddi í ljós að áframhaldandi raforkuvinnsla í stöðinni reyndist ekki svara kostnaði

23. apríl 2020

Ísland leiðandi í ljósleiðara í Evrópu

Ísland er í fyrsta sæti í nýtingu á ljósleiðara fyrir heimili í Evrópu samkvæmt úttekt Fibre to the Home Council Europe. Samkvæmt úttektinni nýta 65,9% íslenskra heimila sér ljósleiðara.

7. maí 2020

Ríflega 16% landsmanna henda rusli í klósett

Um 16,5% landsmanna segjast hafa hent blaut-og sótthreinsiklútum og öðru rusli í klósettið en 83,5% landsmanna segjast engu henda. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem gerð var fyrir Veitur fyrri hluta aprílmánaðar. Nýlega var greint frá því að skólphreinsistöð Veitna við Klettagarða í Reykjavík varð óstarfhæf um tíma þannig að beina þurfti óhreinsuðu skólpi í sjó vegna gríðarlegs magns af sótthreinsi- og blautklútum og öðru rusli sem hafði verið hent í salerni.

15. maí 2020

Stórt skref stigið í rafvæðingu hafna í Reykjavík

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Veitur, Samskip og Eimskip undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík. Búnaðurinn mun draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík.

28. maí 2020

Um 200 störf sköpuð með auknum fjárfestingum Veitna

Á stjórnarfundi Veitna þann 8. apríl sl. voru samþykktar aðgerðir til að bregðast við þeim afleiðingum sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á atvinnulíf landsins. Veitur ætla að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og auka fjárfestingar í mannaflsfrekum verkefnum með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnustigi í landinu eins og kostur er.

29. maí 2020

Tvö Carbfix-verkefni fá styrki úr Loftslagssjóði

Loftslagssjóður Íslands tilkynnir um ráðstöfun styrkjafjár 2020. Tvö verkefni tengd Carbfix eru á meðal þeirra sem fá nýsköpunarstyrki úr sjóðnum.

5. júní 2020

Þrefalt hraðari hleðsla

ON hefur tekið í notkun nýjustu kynslóð af hraðhleðslustöðvum með 150 kW hleðslugetu. Stöðin er við höfuðstöðvar ON við Bæjarháls.

5. júní 2020

OR fjölgar sumarstörfum vegna Covid-19

Sumarstörfum verður fjölgað um 30 hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum til að koma til móts við erfitt atvinnuástand í landinu vegna Covid-19 faraldursins. Störfin bætast við þau ríflega 100 sumarstörf sem þegar hafa verið auglýst og ráðið í.

10. júlí 2020

Zac Efron hefur nýja þáttaröð á heimsókn til Carbfix

Down to Earth, nýr sjónvarpsferðaþáttur sem Zac Efron og Darin Olien stýra, er frumsýndur á Netflix. Í þáttunum ferðast Hollywood leikarinn og heilsugúrúinn um heiminn til að fræðast um heilbrigða og sjálfbæra lifnaðarhætti. Áfangastaður þeirra í fyrsta þættinum er Ísland og loftslagsverkefni Carbfix við Hellisheiðarvirkjun er þar á meðal.

17. júlí 2020

Síminn kemur inn á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur

Síminn og Gagnaveita Reykjavíkur (GR) rituðu undir samkomulag í morgun þess efnis að Síminn leigi aðgang að ljósleiðarakerfi GR. Þannig mun Síminn í framtíðinni geta aukið þjónustu til viðskiptavina sinna yfir ljósleiðaranet GR.

28. júlí 2020

Carbfix hlýtur Keeling Curve nýsköpunarverðlaunin

Carbfix hlýtur alþjóðlegu Keeling Curve verðlaunin fyrir aðferð sína við förgun koltvíoxíðs, sem umbreytir gróðurhúsaloftinu í stein. Þessi verðlaun eru árlega veitt brautryðjendum í baráttunni við loftslagvána.

13. ágúst 2020

Gott sumar á hleðslustöðvum ON

Mikil aukning hefur verið í sölu á rafmagni í hleðslustöðvum ON í sumar sem gefur til kynna að fólk ferðist meira á rafbílunum en áður,  enda hefur fjölgun rafbíla verið umtalsverð.

26. ágúst 2020

Carbfix og Climeworks í umfangsmikila kolefnisbindingu

Climeworks gerir tímamótasamning við Carbfix og Orku náttúrunnar um uppbyggingu nýs iðjuvers sem mun auka verulega afköst kolefnisföngunar og kolefnisförgunar á Íslandi. Nýja verið mun geta steinrennt 4.000 tonnum af CO2 úr lofti á ári.

6. september 2020

Jarðborinn Nasi ræstur í Bolholti

Í vikunni munu framkvæmdir á lóð Veitna við Bolholt 5 í Reykjavík hefjast formlega þegar jarðborinn Nasi verður settur í gang. Um er að ræða vinnu við eina gjöfulustu heitavatnsborholu Veitna sem hefur þjónað borgarbúum frá árinu 1963.

11. september 2020

Fyrstu heimilin að tengjast Ljósleiðaranum í Reykjanesbæ

Í dag geta fyrstu heimilin í Reykjanesbæ byrjað að tengjast Ljósleiðaranum og það gleður okkur að geta í fyrsta sinn boðið Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans á svæðinu. Eitt gíg gefur kost á 1.000 megabitum bæði til og frá heimili.

13. september 2020

Meiri líkur á offramboði en skorti á rafmagni

Tvöfalt meira rafmagn er nú ónotað í landinu en þyrfti á alla einkabíla Íslendinga gengju þeir allir fyrir rafmagni. Rafbílaeigendur þurfa því ekki að óttast að ráðast þurfi í nýjar virkjanir til að útvega orku á bílinn. Þetta kom fram í viðtali Fanneyjar Birnu Jónsdóttur við Bjarna Bjarnason forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur í Silfrinu á RÚV í dag.

24. september 2020

Veitur nýta nýja tækni til mælinga á örverum í neysluvatni

Orkuveita Reykjavíkur einsetur sér að verða kolefnishlutlaus árið 2030. Þetta er metnaðarfyllra markmið en fyrirtækið hafði áður sett sér. Aukin förgun og hagnýting koltvíoxíðs frá jarðgufuvirkjunum Orku náttúrunnar mun vega þyngst í markmiðið náist.

29. september 2020

Nesjvallavirkjun 30 ára

Þriðjudaginn 29. september 2020 eru 30 ár frá því að Nesjavallavirkjun var formlega vígð. Jóhann, sem hóf störf sem verkstjóri árið 1985 þegar verið var að bora á svæðinu, segir að aðstæður hafi verið nokkuð frumstæðar þessu fyrstu ár.

8. október 2020

Stækkun á varmastöð í Hellisheiðarvirkjun lokið

Framkvæmdum við stækkun varmastöðvar við Hellisheiðarvirkjun, sem framleiðir heitt vatn fyrir íbúa og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, er lokið. Við það jókst afkastageta hennar úr 600 l/s í 925 l/s, eða um ríflega 50%. Heildarkostnaður við stækkunina nemur um 1250 milljónum króna.

26. október 2020

Nýjar hleðslustöðvar á Þingvöllum

Nýlega opnuðum við nýjar hleðslustöðvar við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Um er að ræða eina 50kW hraðhleðslustöð auk tveggja 22kW.

27. október 2020

Endurbygging á Bæjarhálsinum

Höfuðstöðvar OR voru teknar í notkun á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík á vormánuðum árið 2003. Það var mikið áfall þegar alvarlegar rakaskemmdir uppgötvuðust í Vesturhúsi síðla árs 2015. Fyrir utan hið augljósa fjárhagslega tjón þá er það grafalvarlegt þegar vinnuaðstaða getur bakað starfsfólki heilsutjón.

29. október 2020

Elliðaár í náttúrulega mynd við Árbæjarstíflu

Á morgun, fimmtudaginn 29. október, mun starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur tæma norðurhluta Árbæjarlóns (andapollinn) til frambúðar. Tæmingin er gerð í samráði við Hafrannsóknarstofnun sem hefur lagt til að komið verði á náttúrulegu rennsli í gegnum stífluna, þ.e. að ekki sé átt við lokur til að stýra því og þær hafðar opnar allt árið.

10. nóvember 2020

Samvinna í uppbyggingu rafmagnsinnviða

Veitur ohf og Strætó bs hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þar sem fyrirtækin hyggjast sameina krafta sína til að tryggja að uppbygging rafmagnsinnviða Veitna taki tillit til þarfa Strætó og annarra vistvænna ferðamáta. Með þessu vilja fyrirtækin, sem bæði eru í eigu almennings, leggja sitt að mörkum til að lágmarka samfélagslegan kostnað við orkuskipti í samgöngum á Íslandi.

27. nóvember 2020

Carbfix hlýtur nýsköpunarverðlaun loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar

Carbfix, an innovation start-up company that combats climate change by converting carbon dioxide to stone, today received a special innovation award at the Festa and Reykjavík City Climate Awards. Edda Sif Pind Aradóttir, CEO of Carbfix, says that the recognition is a great encouragement for the newly established company as the necessity for climate action is clear.

30. nóvember 2020

Jafnari og betri lýsing í Breiðholtinu með 3400 „gáfnaljósum“

Götuljósateymi Orku náttúrunnar vinnur þessa dagana að útskiptum götuljósalampa í Breiðholti. Í stað eldri lampa með hefðbundnum perum eru settir upp nýir lampar með LED ljósgjafa. Verkinu miðar vel og mun að óbreyttu ljúka í janúar nk. en alls verður skipt um tæplega 3400 lampa í hverfinu.

1. desember 2021

Viðbragðsáætlun hitaveitu virkjuð vegna kuldakasts

Í ljósi þess að næstu daga stefnir í eitt mesta kuldakast á suðvesturhorni landsins síðan árið 2013 hafa Veitur virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar. Sú áætlun gengur meðal annars út á að hvetja fólk til þess að fara sparlega með heita vatnið svo allir hafi nægt vatn til húshitunar.

1. desember 2021

Veitur snjallvæða mælakerfi raf-, hita- og vatnsveitu

Veitur hafa gert samning við slóvenska fyrirtækið Iskraemeco um kaup á framsækinni lausn til að snjallvæða mæla raf- hita- og vatnsveitu. Samningurinn hljóðar upp á um 2 milljarða króna og felur í sér kaup á mælum og hugbúnaðarkerfum ásamt aðlögun þeirra að rekstri Veitna.

8. desember 2021

Ný upplifun í náttúruparadís

Á næsta ári verða liðin hundrað ár síðan rafstöðin í Elliðaárdal var vígð. Í tilefni þess ætlar OR að glæða dalinn enn frekara lífi með opnun sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Torfan við Rafstöðvarveg fær þá nýtt hlutverk þar sem þessi merkilega saga okkar verður sögð með fjölbreyttri og fræðandi upplifun, bæði innan dyra og í ævintýralegu umhverfi dalsins.