Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Hvernig OR leitast við að uppfylla þau

Í samræmi við leiðbeiningar Sameinuðu þjóðanna og íslenskra stjórnvalda hefur OR forgangsraðað Heimsmarkmiðunum og leggur sérstaka áherslu á fimm þeirra í starfsemi samstæðunnar.

Markmiðunum var raðað þannig að haldnar voru fjórar vinnustofur; með stjórnendum innan samstæðunnar, tvær með starfsfólki og ein með ytri hagsmunaaðilum. Í þeirri síðasttöldu tóku meðal annarra þátt fulltrúar frá opinberum stofnunum, stórum vöru- og þjónustubirgjum, stórum viðskiptavinum, verktökum og verkalýðsfélagi.

Á vinnustofunum röðuðu þátttakendur Heimsmarkmiðunum hvorttveggja eftir því hvar OR gæti haft jákvæð áhrif á framgang markmiðanna og hvar hætta kynni að vera á að starfsemin hindraði framganginn. Stjórn OR ákvað að stefna fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð tæki mið af niðurstöðu vinnustofanna og leggur sérstaka áherslu á fimm.

Reglubundin rýni stjórnar OR á öllum sameiginlegum stefnuskjölum samstæðunnar tekur mið af þessu.

Heimsmarkmið OR 2020.jpg

5 Jafnrétti kynjanna

Jafnrétti kynjanna er mannréttindamál sem miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og er grundvöllur sjálfbærs reksturs.

6 Hreint vatn og hreinlætisaðstaða

Öflun og dreifing vatns til neyslu og brunavarna og rekstur fráveitu eru hluti af kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur.

7 Sjálfbær orka

Sjálfbær vinnsla og dreifing raf- og varmaorku eru hluti af kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur.

12 Ábyrg neysla og framleiðsla

Ábyrg innkaup og minnkun sóunar ráða miklu um það hvernig Orkuveita Reykjavíkur rækir sína kjarnastarfsemi.

13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Markvissar aðgerðir í loftslagsmálum eru nauðsynlegur þáttur í starfsemi allra fyrirtækja.

Áherslur dótturfyrirtækja

Stjórnir tveggja dótturfyrirtækja OR hafa tekið afstöðu til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna með tilliti til starfssviðs hvors fyrirtækis og undirmarkmiða hvers Heimsmarkmiðs.

Áherslur Orku náttúrunnar

 • 5 Jafnrétti kynjanna
 • 7 Sjálfbær orka
 • 9 Nýsköpun og uppbygging
 • 11 Sjálfbærar borgir og samfélög
 • 12 Ábyrg neysla og framleiðsla
 • 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Áherslur Carbfix

 • 3 Heilsa og vellíðan
 • 5 Jafnrétti kynjanna
 • 9 Nýsköpun og uppbygging
 • 13 Aðgerðir í loftslagsmálum
 • 17 Samvinna um markmiðin

Markmið 3 | Heilsa og vellíðan

Markmið 4 | Menntun fyrir alla

 • 4.1

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 4.1, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega 125 menntun. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

  • 4.1.1
   Hlutfall barna og ungmenna a) í 2. og 3. bekk, b) við lok grunnskóla, c) við lok framhaldsskóla sem náð hefur a.m.k. lágmarksfærni í i. lestri og ii. stærðfræði, eftir kyni.
 • 4.4

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 4.4, sem er: Eigi síðar en árið 2030 hafi ungmennum og fullorðnum með hagnýta kunnáttu fjölgað umtalsvert, þar á meðal á sviði tækni- og starfsmenntunar, til þess að geta gegnt viðeigandi störfum, fengið mannsæmandi vinnu og stundað frumkvöðlastarfsemi. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

Markmið 5 | Jafnrétti kynjanna

 • 5.1

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 5.1, sem er: Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

 • 5.2

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 5.2, sem er: Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

  • 5.2.2
   Hlutfall kvenna og stúlkna eldri en 15 ára, sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu annarra en sambúðarmaka á síðastliðnum 12 mánuðum, eftir aldri og verknaðarstað.
 • 5.4

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 5.4, sem er: Ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf verði viðurkennd og metin með því að tryggja opinbera félagsþjónustu, innviði og stefnumörkun á sviði félagslegrar verndar og að ýtt verði undir sameiginlega ábyrgð innan fjölskyldunnar, þ.m.t. á heimilinu, eins og við á í hverju landi.

  • 5.4.1
   Hlutfall tíma sem varið er til ólaunaðra heimilis- og umönnunarstarfa, eftir kyni, aldri og staðsetningu.
 • 5.5

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 5.5, sem er: Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

 • 5.b

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 5.b, sem er: Notast verði við tækniaðferðir, einkum upplýsinga- og fjarskiptatækni, í því skyni að styrkja stöðu kvenna.

 • 5.c

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 5.c, sem er: Sett verði öflug stefna og raunhæf lög sem stuðla að kynjajafnrétti og styrkja stöðu kvenna og stúlkna á öllum sviðum.

Markmið 6 | Hreint vatn og salernisaðstaða

 • 6.1

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 6.1, sem er: Eigi síðar en árið 2030 standi öllum til boða heilnæmt drykkjarvatn á viðráðanlegu verði hvar sem er í heiminum. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

 • 6.3

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 6.3, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði vatnsgæði aukin með því að draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun og lágmarka losun hættulegra efna og efnablandna. Hlutfall óunnins skólps og frárennslisvatns verði minnkað um helming og endurvinnsla og örugg endurnýting aukin til muna um heim allan. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

 • 6.4

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 6.4, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði vatn nýtt mun betur á öllum sviðum. Sjálfbær vatnsnotkun verði tryggð í því skyni að koma í veg fyrir vatnsskort. Jafnframt verði dregið verulega úr fjölda þeirra sem þjást af vatnsskorti.

 • 6.6

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 6.6, sem er: Eigi síðar en árið 2020 verði unnið að úrræðum til að vernda og endurheimta vatnstengd vistkerfi, þ.m.t. fjalllendi, skóga, votlendi, ár, grunnvatnsból og vötn. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

 • 6.a

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 6.a, sem er: Eigi síðar en árið 2030 nái alþjóðleg samvinna og stuðningur að efla starfsemi og áætlanir þróunarlanda sem tengjast vatni og hreinlætisaðgerðum, þ.m.t. vatnsöflun, afsöltun, vatnsnýtingu, hreinsun skólps og frárennslisvatns, endurvinnslu og tækni til endurnýtingar.

Markmið 7 | Sjálfbær orka

Markmið 8 | Góð atvinna og hagvöxtur

 • 8.5

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 8.5, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði full vinna og mannsæmandi störf í boði fyrir allar konur og karla, þar á meðal ungt fólk og fatlað fólk, og sömu laun greidd fyrir jafnverðmæt störf. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

 • 8.8

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 8.8, sem er: Réttindi á vinnumarkaði verði vernduð og stuðlað að öruggu og tryggu vinnuumhverfi fyrir allt launafólk, meðal annars farandverkafólk, einkum konur í þeim hópi og þá sem eru í óöruggu starfi.

  • 8.8.2
   Að hve miklu leyti nýtur launafólk réttinda á innlendum vettvangi (félagafrelsis og kjaraviðræðna) byggt á gögnum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) og innlendri löggjöf, eftir kyni og farandstöðu.

Markmið 9 | Nýsköpun og uppbygging

Markmið 10 | Aukinn jöfnuður

 • 10.1

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 10.1, sem er: Eigi síðar en árið 2030 hafi varanleg tekjuaukning náð fram að ganga í áföngum fyrir 40% þess mannfjölda sem tekjulægstur er og verði hlutfallslega hærri en meðallaunahækkanir á landsvísu.

  • 10.1.1
   Vaxtarhraði í útgjöldum heimila eða tekjum á mann meðal lægstu 40 hundraðshluta íbúanna og hjá öllum íbúum.
 • 10.2

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 10.2, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði öllum gert kleift að taka þátt í félagslífi og hafa afskipti af efnahagsmálum og stjórnmálum, án tillits til aldurs, kyns, fötlunar, kynþáttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða, efnahags eða annarrar stöðu. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

Markmið 11 | Sjálfbærar borgir og samfélög

Markmið 12 | Ábyrg neysla

Markmið 13 | Aðgerðir í loftslagsmálum

Markmið 14 | Líf í vatni

 • 14.1

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 14.1, sem er: Eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þ.m.t. rusli í sjó og mengun af völdum næringarefna. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

Markmið 15 | Líf á landi

Markmið 17 | Alþjóðleg samvinna

 • 17.6

  OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 17.6, sem er: Eflt verði samstarf milli svæða í norðri og suðri, innan suðursvæða ásamt þríhliða svæðisbundnu og alþjóðlegu samstarfi um vísindi, tækni og nýsköpun og aðgengi að þessum sviðum auðveldað. Enn fremur verði þekkingu miðlað í meira mæli á jafnræðisgrundvelli, meðal annars með því að samræma betur fyrirliggjandi kerfi, einkum á vegum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra skipulagseininga sem er ætlað að stuðla að tækniþróun.