Lán með ábyrgð eigenda

Með styrkari fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur hefur fyrirtækið í vaxandi mæli getað fengið lán til fjárfestinga eða endurfjármögnunar án þess að eigendur OR standi í ábyrgðum fyrir lánunum. Með því er dregið úr áhættu sveitarfélaganna sem eiga OR – Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar – af eignarhaldinu.

Frá árslokum 2010 til ársloka 2020 hefur hlutfall fjárhæðar þeirra lána sem hvíla á OR og njóta ábyrgðar eigenda fallið úr 93% í 46% og fjárhæðin úr 209 milljörðum króna í 80 milljarða, sem er 61%.

Lán með ábyrgð eigenda og án