Tekjur, gjöld, EBITDA og EBIT

Mikill stöðugleiki einkennir helstu stærðir í rekstri OR síðustu ár. Tekjuaukinn skýrist einkum af aukinni sölu, helst á heitu vatni, og er OR nú stærsta orkufyrirtæki landsins miðað við veltu.

EBITDA stendur fyrir framlegð rekstursins án fjármagnsliða, afskrifta, skatta og endurmats eigna. EBIT er rekstrarafkoman án fjármagnsliða og skattgreiðslna.

Tekjur, gjöld, EBITDA og EBIT

Starfsmannahús á Nesjavöllum

Nesjavallavirkjun var tekin í notkun árið 1990 og reiknað var með að þar yrði nokkur mannskapur til reksturs virkjuninni. Reist var starfsmannahús í því skyni. Tæknibreytingar hafa gert það óþarft og starfsmannahúsið var selt árið 2011. Það var stækkað af kaupendum og nú er þar rekið hótel.

Myndir: Myndasafn OR og ION Hotels