U10 Mildun loftslagsáhættu

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Aðgerðir í loftslagsmálum

OR hefur sett sér grænan ramma, Reykjavík Energy Green Bond Framework, með útgáfu grænna skuldabréfa. Græni ramminn og skuldabréfaútgáfan sem undir hann fellur er staðfesting á þeim markmiðum sem OR hefur sett sér um kolefnishlutleysi 2030 og stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlinda.

Árið 2020 fjármagnaði OR fjölmörg græn verkefni fyrir um 25 milljarða króna, þar af voru ný verkefni fjármögnuð fyrir um 9 milljarða króna. Um er að ræða verkefni vegna orkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem raforkuvinnslu og stækkun hitaveitna, snjallvæðingu veitukerfa, kolefnisbindingu í bergi, verkefni til að auka viðnámsþrótt veitukerfa ofl. Þessi fjármögnun er um 50% af veltu samstæðunnar. Þverfaglegt teymi innan OR velur verkefnin og þau eru yfirfarin af utanaðkomandi aðila.

Carbfix félagið hóf starfsemi í byrjun árs 2020. Félagið var stofnað síðla árs 2019 utan um kolefnisbindingaraðferðina sem beitt hefur verið við hreinsun koltvíoxíðs frá Hellisheiðarvirkjun með góðum árangri. Verkefnið hófst sem rannsókna- og þróunarverkefni árið 2007. Markmið félagsins er að takast á við loftslagsvánna með því að fanga og farga um einum milljarði tonna af CO2 ígildum árið 2030.

Carbfix verkefnið er sönnun þess að það borgar sig að verja þekkingu, tíma og fjármagni til umhverfis- og loftslagsverkefna.