U8 Loftslagseftirlit stjórnar

Stjórn OR hefur yfirumsjón með mati og stýringu loftslagstengdrar áhættu hjá samstæðu OR.

Loftslagsþættir og mikilvæg mál tengd loftslagi eru á dagskrá stjórnar á mánaðarlegum fundum. Árið 2020 rýni stjórn OR til dæmis áætlun um aðgerðir og aðlögun að loftslagsvá í starfsemi OR.  Áætlunin hafði áður verið samþykkt af framkvæmdastjórn OR og í rýni stjórnar fólst endurskoðun og leiðbeining vegna áformanna. Þessi rýni var mikilvægt framhald af þeim leiðandi ákvörðunum sem stjórn OR tók síðla árs 2019 sem voru stofnun opinbers hlutafélags um kolefnisbindingaraðferðina Carbfix og ákvörðun um að flýta markmiði OR um kolefnishlutleysi (umfang 1, 2 og valdir hlutar umfangs 3) um tíu ár eða til árið 2030.

Sjá nánar um stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í stjórnháttaköflum skýrslunnar.