U4 Orkukræfni

Bein orkunotkun á hverja einingu í rekstri, t.d. stærð húsnæðis, stöðugildi o.s.frv. er stundum kölluð orkukræfni.

Eigin notkun á rafmagni er einkum vegna vinnslu á heitu vatni, dælingar í fráveitu, heitu og köldu vatni og reksturs fasteigna. Eigin rafmagnsnotkun miðað við stærð húsnæðis samstæðu OR hefur almennt aukist nokkuð frá 2015 og heitavatnsnotkun minnkað.

Til að upplýsingarnar séu sambærilegar er frumorkunotkunin sett fram í megajoule (MJ).

Rafmagns- og heitavatnsnotkun samstæðu OR miðað við stærð húsnæðis

Notkun jarðefnaeldsneytis á starfsmanneskju í samstæðu OR hefur minnkað miðað við árið 2015 en notkun metans hefur aukist.

Til að upplýsingarnar séu sambærilegar er frumorkunotkunin sett fram í megajoule (MJ).

Eldsneytisnotkun á starfsmanneskju hjá samstæðu OR