Rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði loftslagsmála

OR samstæðan hefur verið í fararbroddi í nýsköpun og þróun á sviði loftslags- og umhverfismála undanfarinn áratug. Á meðal verkefna sem þegar hafa skilað árangri eru;

 • minnkun losunar koltvíoxíðs og brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun með bindingu þessara jarðhitalofttegunda í stein, sjá myndband að neðan,
 • undirbúningur að minni losun frá Nesjavallavirkjun,
 • samstarf við svissneska fyrirtækið Climeworks um hreinsun og bindingu koltvíoxíðs úr andrúmslofti á Hellisheiði og
 • aðstöðusköpun vegna orkuskipta í samgöngum með uppsetningu á hlöðum fyrir rafbíla.

Mörg þessara árangursríku verkefna hafa leitt af sér framhaldsverkefni auk þess sem nýjungar eru þróaðar. Unnið er samkvæmt fjölda samstarfssamninga og -áætlana um vísindi og tækni við háskólasamfélagið innanlands og erlendis. Samstarf atvinnulífs og háskólasamfélagsins er oftar en ekki forsenda þess að hugmyndir geti þróast yfir í raunveruleg verkefni sem nýtast atvinnulífinu.

Dæmi um slík verkefni sem unnið er að hjá OR samstæðunni og vonir eru bundnar við:

 • Sporlétt vinnsla jarðhita
 • Þróun á bindingu koltvíoxíðs með Carbfix-aðferðinni frá metanstöð Sorpu
 • Viljayfirlýsing við stóriðjuna og stjórnvöld um kolefnisbindingu
 • Vetnisframleiðsla á Hellisheiði
 • Djúpborun
 • Stjórnun örvaðrar skjálftavirkni
 • Bætt auðlindanýting á lághitasvæðum
 • Gæði vatns og betri yfirsýn yfir dreifikerfi
 • Þróun á nýtingu á lífbrjótanlegum fráveituúrgangi
 • Frekari rafvæðing hafna vegna stórra skipa