F6 Aðgerðir gegn mismunun

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Jafnrétti kynjanna

Jafnréttisstefnan er skuldbinding Orkuveitu Reykjavíkur um stöðugar umbætur í jafnréttismálum. OR leggur mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til grundvallar jafnréttisstefnu sinni. Jafnréttisnefndir eru starfandi innan allra fyrirtækjanna í samstæðu OR og vinnur hver nefnd eftir framkvæmdaáætlun og er það á ábyrgð æðsta stjórnanda hvers fyrirtækis að hún sé í samræmi við Jafnréttisstefnu OR, sem samþykkt er af stjórn.

Á árinu 2020 var meðal annars áfram unnið að verkefninu Iðnir og tækni með strákum og stelpum úr Árbæjarskóla. Í framhaldi af samráðsfundum og vinnustofum, sem hverjum og einum starfsmanni bar að sækja á árinu 2019, var gefinn út á árinu 2020 samskiptasáttmáli samstæðunnar.

Í árlegum vinnustaðargreiningum er starfsfólk spurt hvort það hafi orðið fyrir einelti, kynferðislegu áreiti eða kynbundnu. Síðustu fimm ár hefur slíkum tilfellum fækkað ár frá ári og stefna fyrirtækisins er einfaldlega að slíkt sé ekki liðið.

Hlutfall starfsfólks sem segist hafa orðið fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni