F4 Kynjajafnrétti

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Jafnrétti kynjanna

OR er kynjaskiptur vinnustaður og unnið er að því að fjölga konum meðal iðnaðarmanna og sérfræðinga og körlum meðal skrifstofufólks. Á meðal stjórnenda hefur jafnvægi ríkt milli kynjanna frá árinu 2015. OR hefur ekki tölur yfir kynjaskiptingu meðal verktaka.

Kynjahlutfall eftir starfaflokkum

Samkvæmt úttekt Ernst & Young fyrir samtökin Konur í orkumálum sem gefin var út í maí 2019 eru áhrif kvenna innan orkugeirans mest hjá OR samstæðunni.

Ákvörðunarvald kvenna innan íslenskra orku- og veitufyrirtækja

Hitaveita

Eldri myndin var tekin árið 1942 þegar var verið að leggja hitaveituæðina frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur. Hún var einangruð með reiðingi, það er torfi. Nýrri myndin var tekin sumarið 2020 þegar unnið var við tengingu Suðuræðar sem þjónar sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu

Myndir: Ljósm.safn OR.