Umhverfismál

Reykjavík 1987
Reykjavík 1987
Reykjavík 2021
Reykjavík 2021

Samstæða OR er á meðal stærstu fyrirtækja landsins og frammistaða fyrirtækisins í umhverfismálum skiptir því máli. Starfsemin er vottuð samkvæmt ISO 14001 staðlinum. Samstæðan gefur reglubundnar skýrslur um umhverfismál til heilbrigðiseftirlita, Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar sem jafnframt eru leyfisveitendur og sinna eftirliti með starfseminni.

Áhersla samstæðu OR í umhverfismálum:

  • Vatnsvernd og heilnæmt neysluvatn til langrar framtíðar
  • Sjálfbærari lághita- og háhitavinnsla
  • Sporlétt vatnsveita, rafveita, hitaveita, fráveita og gagnaveita
  • Græn lán og græn fjármögnun

Að hugsa vel um umhverfið er „hópíþrótt“ því tvinna þarf saman verk- og hugvit til að létta umhverfissporið. OR hefur gripið til aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið á hagkvæman hátt og bæta um leið lífsgæði viðskiptavina OR. Um það er fjallað í myndbandinu að neðan.